555-555-5555
mymail@mailservice.com
Tilgangur Þróunarfélags Grundartanga er að vinna að framfaramálum á athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Þetta er gert með því að sameina krafta sveitarfélaga, Faxaflóahafna og fyrirtækjanna á svæðinu til að mynda eitt ölfugt atvinnusóknarsvæði.
Árið 2017 var unnin sviðsmyndagreining um framtíð atvinnulífs og uppbyggingar á Grundartanga til ársins 2040 sem unnin var af KPMG fyrir Þróunarfélagið. Mótaðar voru sviðsmyndir sem lýsa fjórum mismunandi “framtíðum” í starfsumhverfinu og hvernig það getur þróast með ólíkum hætti. Sú vinna var nýtt sem grunnur að stefnu félagsins og verkefnavali.
Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið á síðustu árum:
Skömmu eftir áramótin 2018 var svo ákveðið að hefjast handa við stefnumótun þróunarfélagsins með þátttöku lykilaðila á svæðinu.
Niðurstöður þeirrar vinnu má sjá í þessu skjali. Þar gefur að líta metnaðarfulla stefnu til ársins 2023 með skýrum markmiðum og aðgerðum til að fylgja þeim eftir.