Grundartangi grænn iðngarður

Við vinnum nú að því að þróa svæðið sem grænan iðngarð með hringrásarhugsun að leiðarljósi. 

Þróunarfélag Grundartanga vinnur nú að því að þróa Grundartangasvæðið sem grænan iðngarð með hringrásarhugsun að leiðarljósi. 


Í því felst að mótuð verði fyrirmyndar sjálfbærniumgjörð fyrir svæðið og unniðað uppbyggingu hringrásarhagkerfis með bættri fjölnýtingu auðlinda og innviða.

Skilgreining og einkenni

Mögulegur ávinningur

  • Minni notkun hráefna, s.s. vatns, orku, efna
  • Minni úrgangur vegna aukinnar hringrásar
  • Minni losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar
  • Betri stýring umhverfis-, félagslegra- og fjárhagslegra áhætta
  • Ný góð störf
  • Aukin heilsa og öryggi starfsfólks
  • Betri aðgangur að tækni
  • Betri aðgangur að fjármagni
  • Með stýringu garðsins næst bætt starfsemi einstaka fyrirtækja
  • Aukin seigla samfélags og fyrirtækja
  • Sameiginleg framsetning viðskiptahagsmuna
  • Lækkaður rekstrarkostnaður og bætt ferli skilvirkni og framleiðni

Helstu einkenni iðngarðs er að hann nær yfir ákveðið svæði þar sem er sameiginlegt skipulag og framtíðarsýn, ásamt sameiginlegri stýringu á framfylgni á sýn garðsins.


Alla jafna, er hægt að skilgreina græna iðngarða sem iðngarð sem styður við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulagningu, stýringu og framkvæmd. Með hringrásarhugsun er lögð áhersla á fullnýtingu auðlindastrauma sem falla til innan svæðisins.


Hægt er að nálgast kynningu um Grænan Hringrásargarð á Grundartanga hér að neðan.

Umhverfisvöktun

Umfangsmikil umhverfisvöktun fer fram árlega fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Umhverfisvöktunaráætlunin er samþykkt af Umhverfisstofnun og allar rannsóknir framkvæmdar af óháðum aðilum.


Niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir árið 2020 leiða í ljós að öll viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfum og reglugerðum eru uppfyllt.


Hægt er hægt að nálgast samantekt umhverfisvöktunar 2019 og 2020 hér fyrir neðan.

Samantekt umhverfisvöktunar 2019 Samantekt umhverfisvöktunar 2020

Sjálfbærniumgjörð

Ál- og málmframleiðsla

Matvælaframleiðsla

Þjónustufyrirtæki

Hringrásarhagkerfi Grundartanga

Myndin hér á eftir lýsir virðiskeðju hringrásarhugsunar á Grundartanga.

UFS (e. ESG)

UMHVERFISMÁL

Loftslagsbreytingar


Áhrif svæðisins á loftslagsbreytingar og áhrif loftslagsbreytinga á svæðið


Loftmengun


Áhrif fyrirtækjanna á svæðinu á loftgæði svæðisins og nærsamfélags

Auðlindanotkun


Notkun tæmandi auðlinda í rekstri fyrirtækjanna á svæðinu


Umhverfismál innan virðiskeðjunnar


Umhverfisáhrif aðal hráefni og söluvöru utan fyrirtækisins

FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR

Nær samfélagið


Samskipti og velþóknun nær samfélags


Heilsa og öryggi


Líkamleg og andleg heilsa starfsfólks, ásamt öryggismálum á vinnustöðum

Félagslegir þættir innan virðiskeðjunnar


Félagslegir þættir aðal hráefni og söluvöru utan fyrirtækisins


Mannauðsmál


Starfsmannamála, þjálfun, kjarasamningar og samsetning starfsfólks

UMHVERFISMÁL

Yfirsýn og stjórnun


Stjórnun svæðisins og fyrirtækjanna á svæðinu og yfirsýn yfir áhættur


Samskipti við hagaðila


Skýr og góð samskipti við hagaðili


Viðskiptasiðferði


Siðgæði fyrirtækjanna á svæðinu og spillingarmál

Fjölmennur vinnustaður


Svæðið er stórt og mikilvægt vinnusvæði fyrir nærsamfélög


Stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki


Fjölmörg lítil og meðalstór fyrirtæki sinna þjónustu á svæðinu við stærri fyrirtæki


Virðisauki fyrir samfélagið


Mikil verðmætasköpun á sér stað á svæðinu og eru tækifæri til þess að auka það.

Share by: