15. ágúst 2024
Sjálfbærniumgjörð myndar stefnu græns iðngarðs á Grundartanga. Hún inniheldur sameiginlega sýn, markmið og mælikvarða á sviði umhverfismála, félagslegra þátta, stjórnarhátta og hagsældar og byggir á mikilvægisgreiningu fyrir garðinn ásamt viðmiðum Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna.
Sjálfbærniumgjörð græns iðngarðs á Grundartanga var samþykkt af öllum aðildarfyrirtækjum garðsins árið 2022. Hún er sameiginleg stefnumörkun aðildarfyrirtækja garðsins sem hafa það að leiðarljósi að stuðla að uppbyggingu hringrásarhagkerfis á Grundartanga með bættri fjölnýtingu auðlinda og innviða. Garðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.