
Styrkur úr Orkustjóðs til uppsetningar varmaveitu á Grundartanga
Þann 16. ágúst sl. fór fram úthlutun úr Orkusjóði fyrir árið 2024. Haraldur Benediktsson, stjórnarformaður Orkusjóðs, kynnti þau verkefni sem hlutu styrki ásamt því að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt erindi.
Þróunarfélag Grundartanga hlaut styrk til uppsetningar varmaveitu á Grundartanga þar sem glatvarmi frá starfsemi fyrirtækja á svæðinu verður nýttur. Verkefnið er eitt fyrsta sinnar tegundar á landinu og er mikilvægur liður í uppbyggingu Grundartanga sem græns iðngarðs, en það styður með beinum hætti við markmið garðsins. Styrkurinn er því mikilvægur liður í vegferðinni framundan.
Samtals var úthlutað 900 milljónum króna í styrki til 53 verkefna sem öll styðja við orkuskipti, og hefur upphæðin aldrei verið hærri.



Styrkur úr Orkustjóðs til uppsetningar varmaveitu á Grundartanga
Þann 16. ágúst sl. fór fram úthlutun úr Orkusjóði fyrir árið 2024. Haraldur Benediktsson, stjórnarformaður Orkusjóðs, kynnti þau verkefni sem hlutu styrki ásamt því að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt erindi.
Þróunarfélag Grundartanga hlaut styrk til uppsetningar varmaveitu á Grundartanga þar sem glatvarmi frá starfsemi fyrirtækja á svæðinu verður nýttur. Verkefnið er eitt fyrsta sinnar tegundar á landinu og er mikilvægur liður í uppbyggingu Grundartanga sem græns iðngarðs, en það styður með beinum hætti við markmið garðsins. Styrkurinn er því mikilvægur liður í vegferðinni framundan.
Samtals var úthlutað 900 milljónum króna í styrki til 53 verkefna sem öll styðja við orkuskipti, og hefur upphæðin aldrei verið hærri.
Styrkur úr Orkustjóðs til uppsetningar varmaveitu á Grundartanga
Þann 16. ágúst sl. fór fram úthlutun úr Orkusjóði fyrir árið 2024. Haraldur Benediktsson, stjórnarformaður Orkusjóðs, kynnti þau verkefni sem hlutu styrki ásamt því að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt erindi.
Þróunarfélag Grundartanga hlaut styrk til uppsetningar varmaveitu á Grundartanga þar sem glatvarmi frá starfsemi fyrirtækja á svæðinu verður nýttur. Verkefnið er eitt fyrsta sinnar tegundar á landinu og er mikilvægur liður í uppbyggingu Grundartanga sem græns iðngarðs, en það styður með beinum hætti við markmið garðsins. Styrkurinn er því mikilvægur liður í vegferðinni framundan.
Samtals var úthlutað 900 milljónum króna í styrki til 53 verkefna sem öll styðja við orkuskipti, og hefur upphæðin aldrei verið hærri.